Viðskipti innlent

Verðmæti Gulldepluafurða er orðið um 800 milljónir kr.

Útflutningsverðmæti Gulldepluafurða eru nú orðið um 800 milljónir króna að mati Stefáns Friðrikssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Greint er frá málinu á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að stefán telur að reikna megi með 25-26 þúsund krónum fyrir tonnið af útfluttum afurðum en fiskurinn er unninn í mjöl og lýsi.

Alls eru um 31.600 tonn af Gulldeplu komin á land. Tæpum helmingi aflans hefur verið landað í Eyjum en talsverðu hefur einnig verið landað á Akranesi, í Keflavík og á Eskifirði en minna á Neskaupsstað og á Vopnafirði.

Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag eru ný Gulldeplumið fundin djúpt suður af Vestmannaeyjum. Þar eru nú sjö skip að veiðum þrátt fyrir brælu og leiðindaveður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×