Vísar gagnrýni Davíðs á bug - engir óeðlilegir eignaflutningar 25. febrúar 2009 12:04 Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, vísar ummælum Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í Kastljósi í gær á bug og segir enga óeðlilega eignaflutninga frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ármanni sem vill að öðru leyti ekki sig frekar um málsið að svo stöddu. Yfirlýsing Ármanns. ,,Vegna viðtals við Davíð Oddsson í Kastljósi í gær og ummæla hans þar um eignaflutninga frá Bretlandi til Íslands þykir undirrituðum rétt að koma eftirfarandi á framfæri: 1. Engir óeðlilegir eignaflutningar áttu sér stað frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins, hvorki 400 milljónir punda, 800 milljónir punda, né nokkrar aðrar slíkar upphæðir. 2. Það ætti flestum að vera ljóst að ef bresk yfirvöld hefðu talið sig átt eitthvað sökótt við Kaupþing Singer & Friedlander, eða þá Kaupþing, en móðurfélag bankans á töluverðar eignir í Bretlandi, þá hefði engan veginn verið rökrétt að setja hryðjuverkalög á tvo aðra banka - í þessu tilviki Seðlabankann og Landsbankann. 3. Varðandi umrædda lagasetningu má benda á að eignir Landsbankans í Bretlandi voru í útibúi bankans sem þýðir að þær voru eignir íslensks lögaðila. Beiting hryðjuverkalaganna gæti hafa verið úrræði Breta til að tryggja yfirráð yfir þessum eignum sem þeir hefðu annars ekki haft. Ástæðan fyrir því að þeir töldu sig þurfa að grípa til slíkra aðgerða kann að hafa verið sú að með setningu svokallaðra neyðarlaga á Íslandi og yfirlýsingum ráðamanna, þar með talið seðlabankastjóra, hugðust stjórnvöld setja erlenda kröfuhafa skör neðar en íslenska kröfuhafa þegar kæmi að innheimtu krafna á íslensku bankana. Ummæli ráðamanna á Íslandi fóru ekki framhjá Bretum þó þau hafi verið sett fram á íslensku. Þetta má meðal annars sjá á umræðum um setningu hryðjuverkalaganna (Landsbanki Freezing Order 2008) í bresku lávarðardeildinni þann 28. október síðastliðinn. Þar sagði Campell-Savour lávarður m.a: „My view is that there is complete failure of Icelanders to understand that alleged statements by David Oddsson on central bank deposits, which triggered a sovereign debt downgrade, placed the UK Government in an impossible position. ... The transcripts of conversation between the two Governments, and statements by the ministeral team in Iceland and by David Oddsson, should be made available in their entirety." Ármann Þorvaldsson Fyrrverandi Forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander" Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, vísar ummælum Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í Kastljósi í gær á bug og segir enga óeðlilega eignaflutninga frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins hafa átt sér stað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ármanni sem vill að öðru leyti ekki sig frekar um málsið að svo stöddu. Yfirlýsing Ármanns. ,,Vegna viðtals við Davíð Oddsson í Kastljósi í gær og ummæla hans þar um eignaflutninga frá Bretlandi til Íslands þykir undirrituðum rétt að koma eftirfarandi á framfæri: 1. Engir óeðlilegir eignaflutningar áttu sér stað frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins, hvorki 400 milljónir punda, 800 milljónir punda, né nokkrar aðrar slíkar upphæðir. 2. Það ætti flestum að vera ljóst að ef bresk yfirvöld hefðu talið sig átt eitthvað sökótt við Kaupþing Singer & Friedlander, eða þá Kaupþing, en móðurfélag bankans á töluverðar eignir í Bretlandi, þá hefði engan veginn verið rökrétt að setja hryðjuverkalög á tvo aðra banka - í þessu tilviki Seðlabankann og Landsbankann. 3. Varðandi umrædda lagasetningu má benda á að eignir Landsbankans í Bretlandi voru í útibúi bankans sem þýðir að þær voru eignir íslensks lögaðila. Beiting hryðjuverkalaganna gæti hafa verið úrræði Breta til að tryggja yfirráð yfir þessum eignum sem þeir hefðu annars ekki haft. Ástæðan fyrir því að þeir töldu sig þurfa að grípa til slíkra aðgerða kann að hafa verið sú að með setningu svokallaðra neyðarlaga á Íslandi og yfirlýsingum ráðamanna, þar með talið seðlabankastjóra, hugðust stjórnvöld setja erlenda kröfuhafa skör neðar en íslenska kröfuhafa þegar kæmi að innheimtu krafna á íslensku bankana. Ummæli ráðamanna á Íslandi fóru ekki framhjá Bretum þó þau hafi verið sett fram á íslensku. Þetta má meðal annars sjá á umræðum um setningu hryðjuverkalaganna (Landsbanki Freezing Order 2008) í bresku lávarðardeildinni þann 28. október síðastliðinn. Þar sagði Campell-Savour lávarður m.a: „My view is that there is complete failure of Icelanders to understand that alleged statements by David Oddsson on central bank deposits, which triggered a sovereign debt downgrade, placed the UK Government in an impossible position. ... The transcripts of conversation between the two Governments, and statements by the ministeral team in Iceland and by David Oddsson, should be made available in their entirety." Ármann Þorvaldsson Fyrrverandi Forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander"
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira