Viðskipti innlent

Marel skilaði milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi

Hagnaður Marel eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 7 milljónum evra eða rúmum milljarði króna. Þetta er mun betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam aðeins 0,2 milljónum evra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að velta Marel á öðrum ársfjórðungi var góð og nam 186,5 milljónum evra, sem er 15,2% aukning samanborið við sama tímabil í fyrra.

Theo Hoen forstjóri Marels segir að staða félagsins sé sterk og menn þar á bæ ánægðir með að tekjur félagsins halda áfram að vaxa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×