Viðskipti innlent

Össur hagnaðist um 1,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi

Hagnaður Össurar hf. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins nam 10 milljónum dollara eða rúmlega 1,2 milljörðum króna.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að sala fyrirtækisins hafi aðeins minnkað miðað við sama tímabil í fyrra en hún fór úr 105 milljónum dollara og í 103 milljónir dollara einkum vegna minnkandi sölu í Bandaríkjunum.

Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins segir að sala á öðrum mörkuðum en í Bandaríkjunum hafi verið góð, sérstaklega sala á stoðtækum í Evrópu og sala í Asíu var heilt yfir mjög góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×