Atvik sem ekki má endurtaka sig 6. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Fyrir nokkrum árum sendi íslenskur ráðherra bankastjóra stórs viðskiptabanka, sem þá var í eigu ríkisins, eindregin tilmæli um að lækka vexti. Vildi ráðherrann þannig standa við fyrirheit sem hann hafði gefið samtökum á vinnumarkaði. Bankastjórinn taldi ekki fjárhagslegar forsendur fyrir lækkuninni og sendi ráðherranum svarbréf þess efnis. Ráðherrann, skapstór maður, reiddist mjög og endursendi bankastjóranum bréfið og hafði þá rifið það í tætlur. Þegar bankastjórinn fékk sendinguna í hendur sá hann sæng sína upp reidda og lækkaði vextina tafarlaust. Honum var svo brugðið að hann nefndi þetta atvik aldrei opinberlega og átti þó eftir að há marga hildi við ráðherrann. Þetta er rifjað upp í sambandi við þá frétt, sem flutt var í vikunni, að Geir H.Haarde hefði í hlutverki setts dómsmálaráðherra endursent óopnað umslag sem geymdi áritun á annað hundrað lögmanna á skjal þar sem skorað var á ráðherrann að skipa tiltekinn mann í embætti hæstaréttardómara. Ekki er kunnugt um hvað þeim sem léðu nafn sitt á skjalið finnst um þetta uppátæki nema hvað sá lögmaður, sem forgöngu hafði um að koma erindinu til ráðherrans, tók við umslaginu og eyddi því og skjalinu í pappírstætara á skrifstofu sinni. Bendir það til þess að hann hafi verið sáttur við þessi málalok. Fram hefur komið að frumkvæðið að þessum vinnubrögðum kom frá ráðherra en ekki bréfriturum. Margrét Vala Kristjánsdóttir, sérfræðingur í stjórnsýslurétti við Háskólann í Reykjavík, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að hún hefði ekki heyrt um hliðstætt mál áður. En í stjórnsýslulögum væri kveðið á um það að stjórnvöldum bæri að svara erindum sem þeim bærust. Jafnframt kemur skýrt fram í lögum að stjórnvöldum ber að skrá öll innkomin erindi og þeim er óheimilt að eyða skjölum án samþykkis þjóðskjalavarðar. Geir H. Haarde hefur svarað því til að séu vinnubrögð hans ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti hljóti hann að fá tiltal. Og það er einmitt það sem ráðherrann þarf að fá. Öndvert við dæmið af ráðherranum og bankastjóranum, sem aldrei varð opinbert, er þetta mál rætt og upplýst fyrir opnum tjöldum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á að senda ráðherranum bréf af þessu tilefni og rifja upp fyrir honum meginreglur stjórnsýsluréttar og upplýsingalaga um skjalavörslu ríkisins. Geri forsætisráðherra það ekki hefur skapast varhugavert fordæmi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í stjórnsýslunni. Telja verður að um leið og áskorunarlisti lögmannanna kom í ráðuneytið hafi hann orðið opinbert skjal. Endursending þess og eyðing er í ósamræmi við skýr lagafyrirmæli. Vafalaust hefur það eitt vakað fyrir Geir H. Haarde með framferði sínu að afstýra vandræðagangi sem skráning og síðan óhjákvæmileg birting áskorunarlistans hefði haft í för með sér fyrir Hæstarétt og sérstaklega þó dómarann sem skipaður var í embættið. En þó að þetta kunni, skoðað í einangrun, að vera skynsamlegt mat af ráðherra, sem nýtur álits fyrir jafnvægi og yfirvegaða framgöngu, var það í eðli sínu pólitískt en ekki embættislegt; geðþóttaákvörðun en ekki góð og vönduð stjórnsýsla. Þess vegna er mikilvægt að fyrirbyggja að atvikið endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Fyrir nokkrum árum sendi íslenskur ráðherra bankastjóra stórs viðskiptabanka, sem þá var í eigu ríkisins, eindregin tilmæli um að lækka vexti. Vildi ráðherrann þannig standa við fyrirheit sem hann hafði gefið samtökum á vinnumarkaði. Bankastjórinn taldi ekki fjárhagslegar forsendur fyrir lækkuninni og sendi ráðherranum svarbréf þess efnis. Ráðherrann, skapstór maður, reiddist mjög og endursendi bankastjóranum bréfið og hafði þá rifið það í tætlur. Þegar bankastjórinn fékk sendinguna í hendur sá hann sæng sína upp reidda og lækkaði vextina tafarlaust. Honum var svo brugðið að hann nefndi þetta atvik aldrei opinberlega og átti þó eftir að há marga hildi við ráðherrann. Þetta er rifjað upp í sambandi við þá frétt, sem flutt var í vikunni, að Geir H.Haarde hefði í hlutverki setts dómsmálaráðherra endursent óopnað umslag sem geymdi áritun á annað hundrað lögmanna á skjal þar sem skorað var á ráðherrann að skipa tiltekinn mann í embætti hæstaréttardómara. Ekki er kunnugt um hvað þeim sem léðu nafn sitt á skjalið finnst um þetta uppátæki nema hvað sá lögmaður, sem forgöngu hafði um að koma erindinu til ráðherrans, tók við umslaginu og eyddi því og skjalinu í pappírstætara á skrifstofu sinni. Bendir það til þess að hann hafi verið sáttur við þessi málalok. Fram hefur komið að frumkvæðið að þessum vinnubrögðum kom frá ráðherra en ekki bréfriturum. Margrét Vala Kristjánsdóttir, sérfræðingur í stjórnsýslurétti við Háskólann í Reykjavík, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að hún hefði ekki heyrt um hliðstætt mál áður. En í stjórnsýslulögum væri kveðið á um það að stjórnvöldum bæri að svara erindum sem þeim bærust. Jafnframt kemur skýrt fram í lögum að stjórnvöldum ber að skrá öll innkomin erindi og þeim er óheimilt að eyða skjölum án samþykkis þjóðskjalavarðar. Geir H. Haarde hefur svarað því til að séu vinnubrögð hans ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti hljóti hann að fá tiltal. Og það er einmitt það sem ráðherrann þarf að fá. Öndvert við dæmið af ráðherranum og bankastjóranum, sem aldrei varð opinbert, er þetta mál rætt og upplýst fyrir opnum tjöldum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á að senda ráðherranum bréf af þessu tilefni og rifja upp fyrir honum meginreglur stjórnsýsluréttar og upplýsingalaga um skjalavörslu ríkisins. Geri forsætisráðherra það ekki hefur skapast varhugavert fordæmi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í stjórnsýslunni. Telja verður að um leið og áskorunarlisti lögmannanna kom í ráðuneytið hafi hann orðið opinbert skjal. Endursending þess og eyðing er í ósamræmi við skýr lagafyrirmæli. Vafalaust hefur það eitt vakað fyrir Geir H. Haarde með framferði sínu að afstýra vandræðagangi sem skráning og síðan óhjákvæmileg birting áskorunarlistans hefði haft í för með sér fyrir Hæstarétt og sérstaklega þó dómarann sem skipaður var í embættið. En þó að þetta kunni, skoðað í einangrun, að vera skynsamlegt mat af ráðherra, sem nýtur álits fyrir jafnvægi og yfirvegaða framgöngu, var það í eðli sínu pólitískt en ekki embættislegt; geðþóttaákvörðun en ekki góð og vönduð stjórnsýsla. Þess vegna er mikilvægt að fyrirbyggja að atvikið endurtaki sig.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun