Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu dauflegir í morgun

Dauflegt var um að litast á asískum fjármálamörkuðum í morgun en nú hefur það gerst í fyrsta sinn síðan um miðja síðustu öld að Nikkei-vísitalan hefur lækkað tólf daga í röð.

Þá lækkaði Asíuvísitala Morgan Stanley um 0,1 prósent og ber viðskiptavefur Bloomberg japanskan tryggingasala fyrir því að fjárfestar viti ekki sitt rjúkandi ráð yfir olíuverðshækkunum sem þeir geti engan veginn spáð fyrir um hvar endi.

Í Hong Kong hækkaði þó Hang Seng-vísitalan um 1,1 prósent í morgun og er það rakið til hækkunar á bréfum nokkurra banka sem eru þungamiðjan í fjármálamarkaði Hong Kong








Fleiri fréttir

Sjá meira


×