Traustið skiptir okkur miklu máli 27. nóvember 2005 08:45 Davíð Oddsson bankastjóri Seðlabankans. Bregðast þarf við neikvæðri umfjöllun erlendis með öflugri kynningu. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að varðveita traustið alveg eins og gullið í bönkunum. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að þegar nýr banki ryður sér til rúms á nýjum mörkuðum þá snerti hann samkeppnisaðila. "Bankinn stígur á tær og hann þarf að átta sig á því að það eru ekki allir bræður í þeim leik. Því þarf upplýsingagjöf að vera mjög ákveðin, en auðvitað sanngjörn, eðlileg og sönn um leið. Traust á þessum markaði er það sem öllu máli skiptir. Það á sérstaklega við um lítið land eins og okkar, sem byggir ekki á langri hefð að bankar séu með umsvif á erlendum skuldabréfamörkuðum." Davíð segir að Seðlabankinn hafi tekið eftir að álag á bréfum bankanna hefði hækkað á erlendum mörkuðum. Í kjölfar umfjöllunar Royal Bank of Scotland hafi verið óskað upplýsinga frá íslensku bönkunum. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir allri gagnrýni þó hún sé ekki alltaf sett fram af sanngirni. Tiltölulega lítill en áhrifamikill hópur fylgist með þessum umræðum. Það sé þekkt á þessum markaði að það myndast ákveðið hjarðeðli, eins og talað er um, sem geti reynst hættulegt. Því þurfi að kynna stöðu og styrk KB banka og annarra íslenskra banka til að koma réttum upplýsingum á framfæri. Mat alþjóðlegra stofnana, sem sérhæfa sig í að meta rekstur banka, sem og eftirlitskerfi íslenskra stjórnvalda bendi til að íslensku bankarnir fari með gát. "Við teljum að bankarnir séu færir um að fjármagna sig áfram og séu ekki neinni nauðvörn með það. Þeir ráði yfir nægjanlega öflugu skammtímafé til að standa af sér einhverjar sveiflur og tal. Það á allt að vera í góðu lagi. Við og Fjármálaeftirlitið höldum auðvitað áfram að fylgjast með mjög nákvæmlega og leggjum áherslu á að vera í góðu sambandi við bankastofnanir hér því það er þýðingarmikið fyrir landið í heild að enginn hnökri komi á. Við þurfum að hafa gott mat á okkar fjárhagslegri stöðu, ekki bara ríkið heldur líka mikilvægar stofnanir. Menn þurfa að varðveita traustið, alveg eins og gullið," segir Davíð. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Seðlabankastjóri segir mikilvægt að varðveita traustið alveg eins og gullið í bönkunum. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að þegar nýr banki ryður sér til rúms á nýjum mörkuðum þá snerti hann samkeppnisaðila. "Bankinn stígur á tær og hann þarf að átta sig á því að það eru ekki allir bræður í þeim leik. Því þarf upplýsingagjöf að vera mjög ákveðin, en auðvitað sanngjörn, eðlileg og sönn um leið. Traust á þessum markaði er það sem öllu máli skiptir. Það á sérstaklega við um lítið land eins og okkar, sem byggir ekki á langri hefð að bankar séu með umsvif á erlendum skuldabréfamörkuðum." Davíð segir að Seðlabankinn hafi tekið eftir að álag á bréfum bankanna hefði hækkað á erlendum mörkuðum. Í kjölfar umfjöllunar Royal Bank of Scotland hafi verið óskað upplýsinga frá íslensku bönkunum. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir allri gagnrýni þó hún sé ekki alltaf sett fram af sanngirni. Tiltölulega lítill en áhrifamikill hópur fylgist með þessum umræðum. Það sé þekkt á þessum markaði að það myndast ákveðið hjarðeðli, eins og talað er um, sem geti reynst hættulegt. Því þurfi að kynna stöðu og styrk KB banka og annarra íslenskra banka til að koma réttum upplýsingum á framfæri. Mat alþjóðlegra stofnana, sem sérhæfa sig í að meta rekstur banka, sem og eftirlitskerfi íslenskra stjórnvalda bendi til að íslensku bankarnir fari með gát. "Við teljum að bankarnir séu færir um að fjármagna sig áfram og séu ekki neinni nauðvörn með það. Þeir ráði yfir nægjanlega öflugu skammtímafé til að standa af sér einhverjar sveiflur og tal. Það á allt að vera í góðu lagi. Við og Fjármálaeftirlitið höldum auðvitað áfram að fylgjast með mjög nákvæmlega og leggjum áherslu á að vera í góðu sambandi við bankastofnanir hér því það er þýðingarmikið fyrir landið í heild að enginn hnökri komi á. Við þurfum að hafa gott mat á okkar fjárhagslegri stöðu, ekki bara ríkið heldur líka mikilvægar stofnanir. Menn þurfa að varðveita traustið, alveg eins og gullið," segir Davíð.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira