Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 11:00 Tim Cook, forstjóri Apple, á WWDC í gær. Vísir/AP Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband. Apple Tækni Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband.
Apple Tækni Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira