Viðskipti innlent

Íslenskar háhraðatengingar eru dýrar

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir varhugavert að draga ályktanir af skýrslu OECD.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir varhugavert að draga ályktanir af skýrslu OECD.

Verð á háhraða-internettengingum er ríflega þrefalt hærra hér á landi en í Danmörku og Svíþjóð. Þetta sýnir ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD).



Samkvæmt skýrslunni er Ísland vel samkeppnishæft við önnur lönd á flestum sviðum fjarskipta, allt þar til kemur að háhraða-internettengingum. Ísland hefur fjórða hæsta mánaðargjald fyrir ADSL-tengingu af öllum OECD-löndunum. Ísland kemur betur út þegar skoðað er verð á hvern megabita. Þar er Ísland nær miðjunni.



Póst- og fjarskiptastofnun fylgist með smásöluverði á fjarskiptamarkaði og birtir það á heimasíðu sinni. Þar geta neytendur borið saman þau verð sem eru aðgengileg á íslenskum markaði. Einnig fylgist hún grannt með verðlagningu á heildsölumarkaði. „Þessi skýrsla gefur ágætis yfirlit yfir fjarskiptamarkaðinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. „Það verðbil sem gefið er upp fyrir Ísland þegar kemur að ADSL-tengingum er hins vegar töluvert minna en í öðrum löndum. Það er því erfitt að gera sér grein fyrir því hvar þunginn liggur.“



Hrafnkell segir varhugavert að draga of miklar ályktanir af skýrslunni. „Ef bera á saman epli og epli verða menn að bera saman megabita og megabita. Í þessari skýrslu má segja að borin séu saman epli og appelsínur hvað varðar háhraðatengingar. Til dæmis er á Íslandi borin saman eins megabita tenging við 0,256 megabita í Danmörku. Þetta er ekki sambærileg vara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×