Viðskipti innlent

Fresturinn rennur út í dag

Hluthafar í Actavis verða að samþykkja yfirtökutilboð Novators í dag. Annars fá þeir ekki viðbótargreiðslu verði félagið selt áfram.
Hluthafar í Actavis verða að samþykkja yfirtökutilboð Novators í dag. Annars fá þeir ekki viðbótargreiðslu verði félagið selt áfram.

Þeir hluthafar sem enn hafa ekki samþykkt yfirtökutilboð Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, verða að gera það fyrir klukkan fjögur í dag. Geri þeir það ekki hafa þeir ekki rétt á viðbótargreiðslu, fari svo að Novator selji Actavis áfram til þriðja aðila innan tólf mánaða.



Fyrsta yfirtökutilboð Novators í Actavis kom fram í byrjun júní síðastliðnum og hljóðaði upp á 0,98 evrur fyrir hlutinn. Stjórn Actavis taldi það ekki endurspegla virði félagsins og réði hluthöfum frá því að samþykkja. Í kjölfar þess var tilboðið hækkað í 1,075 evrur á hlutinn.



Í tilkynningu sem Novator sendi frá sér í gær kom fram að félagið hefði náð yfirráðum yfir meira en níutíu prósenta hlutafjár í Actavis. Við það mark myndaðist söluskylda fyrir þá hluthafa sem ekki höfðu samþykkt tilboð Novators.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×