SPRON verður hlutafélag skráð í kauphöll 18. júlí 2007 00:15 Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. Að sögn Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra SPRON, gerir áætlun ráð fyrir að 85 prósent sjóðsins verði í eigu stofnfjáreigendanna, en 15 prósentin sem eftir standa, sem svara til níu milljarða króna, renni inn í sjálfseignarstofnun sem heimild hafi til að láta fjármuni renna til menningar- og líknarmála á starfssvæði sjóðsins. „Með þessu yrði til einn stærsti sjálfseignarsjóður sinnar tegundar,“ segir Guðmundur. Hlutur stofnfjáreigenda næmi því 51 milljarði króna og heildarverðmæti SPRON metið á 60 milljarða króna. Guðmundur segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort farið verði í hlutafjáraukningu samhliða skráningu sjóðsins í kauphöll. Guðmundur telur breytt rekstrarform í raun forsendu þess að sparisjóðurinn fái tekið þátt í samkeppni við banka. Sem hlutafélag geti SPRON farið fram á mat alþjóðlegra matsfyrirtækja á lánshæfi sínu og þar með fengið betri kjör á bankamarkaði með lánsfé. Þá geti hann eftir breytinguna stækkað með samruna við önnur fjármálafyrirtæki, en sú leið sé nú ófær. „Rétt er hins vegar að taka fram að um slíkt eru engin áform núna,“ segir hann. Guðmundur segir að þótt SPRON hafi vegnað vel á undanförnum árum og stofnfjármarkaður sparisjóðsins hafi skilað honum umtalsverðum verðmætum þá telji stjórn sjóðsins að öll lagaumgjörð hlutafélaga sé skýrari og að fyrir fjárfesta sem setji peninga í SPRON sé æskilegra að fjárfesta í hlutabréfum fremur en í annarri tegund verðbréfa. Stofnfjármarkaður fyrir stofnfjárbréf SPRON var stofnaður árið 2004. „Sá markaður hefur gengið býsna vel, stofnfjáreigendur eru um 1.350 talsins og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Breytt rekstrarform segir Guðmundur um leið að hafi engin áhrif á stefnu sjóðsins sem eftir sem áður leggi áherslu á að rækta sambandið við viðskiptavini sína og á að sjóðurinn sé góður vinnustaður. „Þessi breyting er formbreyting, ekki stefnubreyting.“ Þá segir Guðmundur að breytt rekstrarform breyti engu um það samstarf sem SPRON eigi í við aðra sparisjóði. SPRON verði áfram aðili að Sambandi sparisjóða sem séu hagsmunasamtök og taki þátt í fræðslustarfi, en standi eftir sem áður fyrir utan samstarf sjóðanna um markaðsmál. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. Að sögn Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra SPRON, gerir áætlun ráð fyrir að 85 prósent sjóðsins verði í eigu stofnfjáreigendanna, en 15 prósentin sem eftir standa, sem svara til níu milljarða króna, renni inn í sjálfseignarstofnun sem heimild hafi til að láta fjármuni renna til menningar- og líknarmála á starfssvæði sjóðsins. „Með þessu yrði til einn stærsti sjálfseignarsjóður sinnar tegundar,“ segir Guðmundur. Hlutur stofnfjáreigenda næmi því 51 milljarði króna og heildarverðmæti SPRON metið á 60 milljarða króna. Guðmundur segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort farið verði í hlutafjáraukningu samhliða skráningu sjóðsins í kauphöll. Guðmundur telur breytt rekstrarform í raun forsendu þess að sparisjóðurinn fái tekið þátt í samkeppni við banka. Sem hlutafélag geti SPRON farið fram á mat alþjóðlegra matsfyrirtækja á lánshæfi sínu og þar með fengið betri kjör á bankamarkaði með lánsfé. Þá geti hann eftir breytinguna stækkað með samruna við önnur fjármálafyrirtæki, en sú leið sé nú ófær. „Rétt er hins vegar að taka fram að um slíkt eru engin áform núna,“ segir hann. Guðmundur segir að þótt SPRON hafi vegnað vel á undanförnum árum og stofnfjármarkaður sparisjóðsins hafi skilað honum umtalsverðum verðmætum þá telji stjórn sjóðsins að öll lagaumgjörð hlutafélaga sé skýrari og að fyrir fjárfesta sem setji peninga í SPRON sé æskilegra að fjárfesta í hlutabréfum fremur en í annarri tegund verðbréfa. Stofnfjármarkaður fyrir stofnfjárbréf SPRON var stofnaður árið 2004. „Sá markaður hefur gengið býsna vel, stofnfjáreigendur eru um 1.350 talsins og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Breytt rekstrarform segir Guðmundur um leið að hafi engin áhrif á stefnu sjóðsins sem eftir sem áður leggi áherslu á að rækta sambandið við viðskiptavini sína og á að sjóðurinn sé góður vinnustaður. „Þessi breyting er formbreyting, ekki stefnubreyting.“ Þá segir Guðmundur að breytt rekstrarform breyti engu um það samstarf sem SPRON eigi í við aðra sparisjóði. SPRON verði áfram aðili að Sambandi sparisjóða sem séu hagsmunasamtök og taki þátt í fræðslustarfi, en standi eftir sem áður fyrir utan samstarf sjóðanna um markaðsmál.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira