Viðskipti innlent

FL fjárfestir á Miami

FL Group og Bayrock Group hafa sameiginlega keypt um þrjátíu prósenta hlut í fasteignaverkefni á Miami.
FL Group og Bayrock Group hafa sameiginlega keypt um þrjátíu prósenta hlut í fasteignaverkefni á Miami.

FL Group og bandaríska fasteignafélagið Bayrock Group hafa í sameiningu keypt um þrjátíu prósenta hlut í fasteignaverkefninu „Midtown Miami“. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánum.

Í verkefninu felst þróun á tæplega fimm hundruð þúsund fermetra svæði í miðborg Miami. Á svæðinu verða meðal annars 3.277 blokkaríbúðir, tæplega 25 þúsund fermetrar af verslunarrými og tæplega 47 þúsund fermetrar undir skrifstofubyggingar. Áætlað er að verkefninu muni ljúka á þremur til fjórum árum.



Í maí á þessu ári fjárfesti FL Group í fjórum verkefnum á vegum Bayrock Group í Bandaríkjunum fyrir fimmtíu milljónir Bandaríkjadala.

Í fréttatilkynningu frá FL Group er haft eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að hann hlakki til að kanna frekari fjárfestingartækifæri í félagi við Bayrock Group, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðamarkaði þegar tækifæri gefist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×