Erlent

Skýjakljúfur á Spáni í björtu báli

Einn hæsti skýjakljúfur Madrídar, höfuðborgar Spánar, stóð í björtu báli í nótt. Eldur kom upp í Windsor-turninum svokallaða, sem er 110 metra hár, á 21. hæð hans um klukkan 9 í gærkvöld. Eldurinn breiddist hratt út og upp á við. Efri hluti byggingarinnar var rjúkandi rústir í morgunsárið en talið er að rekja megi eldsvoðann til skammhlaups. Þrír slökkviliðsmenn fengu reykeitrun í nótt en önnur meiðsl urðu ekki á fólki. Viðamiklar endurbætur stóðu yfir á byggingunni en nú óttast menn að hún hrynji til grunna.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×