Erlent

Semja ekki við hryðjuverkamenn

Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Varnarmálaráðherra Japans sagði í gær að mannránið myndi ekki hafa áhrif á stefnu japanskra stjórnvalda hið minnsta þó að allt yrði að sjálfsögðu gert til þess að reyna að ná verktakanum úr haldi mannræningjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×