Golf

Tiger og Peyton gegn Brady og Mickelson í maí?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018.
Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018. vísir/getty

Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018.

Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna.

Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið.

Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1.

Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída.

Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.