Stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni vill endurtaka stjórnarkjör Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 11:24 Seil, stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar hf., hefur óskað eftir að boðað verði til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Í yfirlýsingu frá Seil kemur fram að umræður og deilur hafi skapast um stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. 6. júlí síðastliðinn og hafi Seil ehf., sem sé eigandi 40,5 prósent hlutafjár og stærsti hluthafinn í félaginu, í ljósi þess óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað verði til hluthafafundar. Þar verði stjórnarkjörið endurtekið svo allur vafi verði tekinn af um hver sé rétt kjörin stjórn félagsins. „Ósk Seilar um hluthafafund var birt stjórn Vinnslustöðvarinnar með bréfi dagsettu 15. júlí sl. Að mati Seilar er þetta einföld og eðlileg leið til að velja félaginu stjórn í samræmi við vilja hluthafa. Hluthafar í Vinnslustöðinni eru liðlega 240 talsins. Á aðalfundinum 6. júlí sl. var mætt fyrir eigendur 99,35% hluta í félaginu. Í margfeldiskosningu til fimm manna stjórnar þarf hver stjórnarmaður að fá 16,67% atkvæða til að ná kjöri. Í hlutafélagi fer hver með atkvæði í hlutfalli við eignarhlut sinn. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims hf., og aðilar honum tengdir fara með 32,88% eignarhlut í Vinnslustöðinni samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra frá marsmánuði 2016. Guðmundur hefur haldið því fram opinberlega, sbr. m.a. fréttir RÚV 8. júlí sl., að stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hafi verið ólögmætt. Því hefði mátt ætla að hann tæki ósk um hluthafafund með nýju stjórnarkjöri fagnandi til að fá hreinar línur og að vilji hluthafa fengi að ráða. Því er samt ekki að heilsa. Seil ehf. hefur borist erindi frá lögmanni Brims þar sem hótað er lögbanni, málssókn og bótakröfum vegna óskar um hluthafafund. Slík viðbrögð eru því miður kunnugleg úr samskiptum þessa tilteknu hluthafa við meðeigendur sína frá fyrri tíð,“ segir í yfirlýsingunni. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og segir á heimasíðu fyrirtækisins að það sé með um 250 fastráðna starfsmenn og geri út níu skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Seil, stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar hf., hefur óskað eftir að boðað verði til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Í yfirlýsingu frá Seil kemur fram að umræður og deilur hafi skapast um stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. 6. júlí síðastliðinn og hafi Seil ehf., sem sé eigandi 40,5 prósent hlutafjár og stærsti hluthafinn í félaginu, í ljósi þess óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað verði til hluthafafundar. Þar verði stjórnarkjörið endurtekið svo allur vafi verði tekinn af um hver sé rétt kjörin stjórn félagsins. „Ósk Seilar um hluthafafund var birt stjórn Vinnslustöðvarinnar með bréfi dagsettu 15. júlí sl. Að mati Seilar er þetta einföld og eðlileg leið til að velja félaginu stjórn í samræmi við vilja hluthafa. Hluthafar í Vinnslustöðinni eru liðlega 240 talsins. Á aðalfundinum 6. júlí sl. var mætt fyrir eigendur 99,35% hluta í félaginu. Í margfeldiskosningu til fimm manna stjórnar þarf hver stjórnarmaður að fá 16,67% atkvæða til að ná kjöri. Í hlutafélagi fer hver með atkvæði í hlutfalli við eignarhlut sinn. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims hf., og aðilar honum tengdir fara með 32,88% eignarhlut í Vinnslustöðinni samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra frá marsmánuði 2016. Guðmundur hefur haldið því fram opinberlega, sbr. m.a. fréttir RÚV 8. júlí sl., að stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hafi verið ólögmætt. Því hefði mátt ætla að hann tæki ósk um hluthafafund með nýju stjórnarkjöri fagnandi til að fá hreinar línur og að vilji hluthafa fengi að ráða. Því er samt ekki að heilsa. Seil ehf. hefur borist erindi frá lögmanni Brims þar sem hótað er lögbanni, málssókn og bótakröfum vegna óskar um hluthafafund. Slík viðbrögð eru því miður kunnugleg úr samskiptum þessa tilteknu hluthafa við meðeigendur sína frá fyrri tíð,“ segir í yfirlýsingunni. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og segir á heimasíðu fyrirtækisins að það sé með um 250 fastráðna starfsmenn og geri út níu skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira