Viðskipti innlent

Atvinnuleysið nær hámarki á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn segir að ekki sé gert ráð fyrir frekari verðbólgu. Mynd/ Pjetur.
Þórarinn segir að ekki sé gert ráð fyrir frekari verðbólgu. Mynd/ Pjetur.

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í 11% árið 2010 en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi muni hins vegar lækka hægar en gert var ráð fyrir. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, þegar stýrivaxtalækkunin var rökstudd í morgun.

Í spá bankans er gert ráð fyrir verulegum samdrætti bæði í einkaneyslu og samneyslu. Vegna samdráttar í alþjóðahagkerfinu er margt sem bendir til þess að útlit fyrir útflutning Íslendinga hafi versnað, bæði hvað varðar afurðaverð og magn útflutnings.

Gert er ráð fyrir því í spá bankans að gengi íslensku krónunnar haldist veikt þangað til á seinna hluta þessa árs. Ekki er gert ráð fyrir að þetta muni auka verðbólguna. Þvert á móti segir aðalhagfræðingur Seðlabankans að verðbólga muni lækka verulega á næstunni og verðhjöðnun geti orðið hér til skamms tíma.

Þá sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans að samdráttur í landsframleiðslu yrði verulegur í ár en það myndi draga úr honum á næsta ári. Hagvöxtur yrði síðan á ný árið 2011.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×