Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka útláns- og innlánsvexti bankans frá og með 11. maí nk. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um 1,0 - 6,4 prósentustig og vextir á verðtryggðum inn- og útlánum lækka einnig um 0,95 - 1 prósentustig.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða fimmtu vaxtalækkun bankans frá áramótum, en Íslandsbanki hóf vaxtalækkunarferli sitt í janúar á þessu ári, fyrstur viðskiptabankanna.

Á undanförnum mánuðum hefur Íslandsbanki lækkað kjörvexti óverðtryggðra skuldabréfa um 11,35 prósentustig, sem er 6,35 prósentustigum umfram lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands á sama tíma.

,,Íslandsbanki hóf stýrivaxtalækkunarferli sitt strax í janúar síðastliðinn. Það er forgangsmál að flýta batanum í efnahagslífinu eins og kostur er. Það verður best gert með því að skapa fyrirtækjum lífvænlegt starfsumhverfi og lækka greiðslubyrði heimilanna", segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×