Viðskipti innlent

Stýrivextir lækkaðir um 2,5 prósentustig

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent .

Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.

Vextir daglána lækka einnig um 2,5 prósentur en aðrir vextir Seðlabankans lækka um þrjár prósentur.

Lækkunin er í takt við spár sumra greinenda. Greiningardeild Íslandsbanka spáði 1,5 til 2,5 prósentustiga lækkun. Og Royal Bank of Scotland spáði 2,5 prósentustiga lækkun svo dæmi séu tekin.

Hópur sérfræðinga hjá Bloomberg hafði hinsvegar reiknað með 1,5 prósentustiga lækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×