Í viðtali við tískuritið Vogue viðurkennir leikkonan Gwyneth Paltrow að hún upplifi oft sterkar, neikvæðar tilfinningar í garð annarra, sér í lagi þeirra sem hafa gert á hennar hlut.
„Já, ég get verið mjög andstyggileg. Ég get verið mjög köld við fólk og vil gjarnan hefna mín á þeim sem hafa gert á minn hlut. Reyndar er ég að ganga í gegnum slíkt einmitt þessa dagana þar sem ég er mjög reið einum vini mínum. En þessi reiði er skemmandi því mér líður alltaf illa sjálfri. Ég vakna á morgnana og hugsa: „Úff, mér líður hræðilega," og skyndilega átta ég mig á því að það er af því að ég byrgi inni svo mikla reiði."
