Jónína nýr forstjóri Coripharma Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 12:46 Jónína Guðmundsdóttir, nýr forstjóri Coripharma. Aðsend Jónína Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku. Þá hefur Valur Ragnarsson tekið sæti í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að Jónína hafi sinnt stjórnunarstöðum í lyfjageiranum um 20 ára skeið. Hún leiddi viðskiptaþróun Medis í 15 ár og var lengi staðgengill forstjóra. Hún var áður framkvæmdastjóri Medis á Íslandi. Jónína lauk meistaragráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1999. Bjarni K. Þorvarðarson sem hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 2018 verður áfram einn af stærstu hluthöfum Coripharma og tekur við stjórnarformennsku á stjórnarfundi í næstu viku. Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hefur tekið sæti í stjórn Coripharma. Valur hefur starfað hjá lyfjafyrirtækjum í þrjá áratugi og er menntaður lyfjafræðingur. Hann hefur jafnframt setið í stjórn nokkurra lyfjafyrirtækja. Aðrir í stjórn Coripharma eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, Arnór Gunnarsson, Hrafn Árnason, Ólöf Þórhallsdóttir og Sigurgeir Guðlaugsson. „Ég hef fylgst með Coripharma frá upphafi og er full eftirvæntingar að fá að vinna með okkar frábæra starfsfólki. Þetta er teymi á heimsmælikvarða í þróun og framleiðslu samheitalyfja,“ er m.a. haft eftir Jónínu í tilkynningu. Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki með 110 starfsmenn. Frá því að félagið hóf starfsemi sína árið 2018 hefur það keypt alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf. Áætlað er að fyrsta samheitalyfið undir merkjum Coripharma komi á markað um mitt næsta ár. Félagið gerði nýverið samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár. Lyf Vistaskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jónína Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku. Þá hefur Valur Ragnarsson tekið sæti í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að Jónína hafi sinnt stjórnunarstöðum í lyfjageiranum um 20 ára skeið. Hún leiddi viðskiptaþróun Medis í 15 ár og var lengi staðgengill forstjóra. Hún var áður framkvæmdastjóri Medis á Íslandi. Jónína lauk meistaragráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1999. Bjarni K. Þorvarðarson sem hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 2018 verður áfram einn af stærstu hluthöfum Coripharma og tekur við stjórnarformennsku á stjórnarfundi í næstu viku. Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hefur tekið sæti í stjórn Coripharma. Valur hefur starfað hjá lyfjafyrirtækjum í þrjá áratugi og er menntaður lyfjafræðingur. Hann hefur jafnframt setið í stjórn nokkurra lyfjafyrirtækja. Aðrir í stjórn Coripharma eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, Arnór Gunnarsson, Hrafn Árnason, Ólöf Þórhallsdóttir og Sigurgeir Guðlaugsson. „Ég hef fylgst með Coripharma frá upphafi og er full eftirvæntingar að fá að vinna með okkar frábæra starfsfólki. Þetta er teymi á heimsmælikvarða í þróun og framleiðslu samheitalyfja,“ er m.a. haft eftir Jónínu í tilkynningu. Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki með 110 starfsmenn. Frá því að félagið hóf starfsemi sína árið 2018 hefur það keypt alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf. Áætlað er að fyrsta samheitalyfið undir merkjum Coripharma komi á markað um mitt næsta ár. Félagið gerði nýverið samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár.
Lyf Vistaskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira