Samviska Háskóla Íslands Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:00 Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á fundi sínum í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, mun háskólaráð taka til umræðu endurnýjun á þjónustusamningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um aldursgreiningu umsækjanda um alþjóðlega vernd, þ.e. hvort að HÍ eigi að halda áfram að meta hvort fylgdarlaus börn á flótta séu í raun og veru börn eða hvort stjórnvöld geti vísað þeim úr landi út í óvissuna - oft og tíðum í yfirfullar flóttamannabúðir, stríðshrjáð svæði eða lönd þar sem þau sæta ofsóknum. Í tæp tvö ár hafa stúdentar mótmælt framkvæmd þessara vísindalega ónákvæmu og siðferðislega umdeildu rannsókna innan veggja skólans. Háskóli Íslands er fyrst og fremst menntastofnun, og á ekki að taka þátt í landamæravörslu stjórnvalda með því að framkvæma rannsóknir sem hafa áhrif á það hvort ungt fólk fái að búa hér á Íslandi og tækifæri til betra lífs. Með því að aldursgreina með tannrannsókn og röntgenmyndatökum af höfði, rannsókn sem hefur verið meðal annars verið gagnrýnd fyrir of mikil skekkjumörk, er háskólinn að hafa bein áhrif á þetta ferli. Þessar rannsóknir samræmast ekki stefnu skólans í jafnréttis- eða alþjóðamálum og heldur ekki vísindasiðareglum hans. Hvernig getur það verið afsakanlegt fyrir menntastofnun sem segist hafa jafnrétti að leiðarljósi taka að sér þetta hlutverk? Réttara væri að Háskóli Íslands breiddi út faðminn og tæki á móti öllum þeim sem þangað vilja sækja sér menntun. Háskólinn, æðsta opinbera menntastofnun Íslands, á að vera kyndilberi siðferðis og jafnréttis og í fararbroddi þegar kemur að mannúð og alþjóðamálum. Þar eiga öll að finna öruggt athvarf og umhverfi sem býður þau velkomin óháð uppruna eða aðstæðum að nokkru öðru leyti. Þar eiga öll að fá tækifæri til þess að sækja sér menntun, ný tækifæri og uppfylla drauma sína. Stúdentar munu halda áfram að ljá rödd sína til þeirra sem ekki hlustað er á og berjast fyrir því að Háskóli Íslands verði sá staður sem hann segist vera, staður þar sem jafnrétti og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi jafnt í orði og á borði. Í dag mun ég afhenda háskólaráði undirskriftarlista með 1.500 undirskriftum og skora á háskólaráð að endurnýja ekki samninginn við Útlendingastofnun og standa vörð um mannréttindi. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði og sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar