Lífið

Jesse James kosinn Hataðasti maður Bandaríkjanna

Jesse James er vondum málum þessa dagana.
Jesse James er vondum málum þessa dagana.
Bandaríska tímaritið Entertainment Weekly hefur kosið eiginmann Söndru Bullock, vélhjóla- og raunveruleikaþáttaplebbann Jesse James, Hataðasta mann Bandaríkjanna.

Er staða hans innan skemmtigeirans orðin svo slæm að talað er um að allt sem hann snerti verði geislavirkt.

Hann var rekinn úr þættinum Celebrity Apprentice og getur gleymt því að sjónvarpsstöðin Discovery setji þátt hans, Monster Garage, aftur á dagskrá. Þá er sjónvarpsstöðin SpikeTV einnig búin að slaufa raunveruleikaþættinum Jesse James is a Dead Man.

James er einfaldlega lentur í alþjóðlegum hvirfilbyl sem virðist engan endi ætla að taka. Allir grínistar Bandaríkjanna gera grín að honum á hverju kvöldi og fréttavefir út um allan heim flytja fréttir af framhjáhaldi hans. Á meðan reynir hann að gera hvað hann getur til að milda ástandið, fór í kynlífsmeðferð og lætur lögmann sinn tjá ást sína á eiginkonunni við hvert tækifæri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.