Lífið

Seth Green á bakvið Star Wars-grínþátt

Seth Green.
Seth Green.
Lucasfilm, fyrirtæki leikstjórans George Lucas, tilkynnti nú í vikunni að hafin sé vinna við teiknaðan Star Wars-grínþátt.

Meðal þeirra sem eru í höfundateyminu er leikarinn Seth Green, sem flestir þekkja eflaust úr myndunum um Austin Powers. Green hefur áður gert það gott í sjónvarpi, var meðal annars á bak við grínþáttinn Robot Chicken. Hann lofar því að nýju Star Wars-þættirnir svari spurningunni um hvað persónur þessa söguheims séu að hafast við þegar þeir eru ekki að berjast við illa keisara og handbendi þeirra.

Ekki er enn komið nafn á þáttinn eða áætluð dagsetning fyrir frumsýningu. Unnið er hörðum höndum að honum þessi misserin og loga netheimar aðdáenda af eftirvæntingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.