Lífið

Whitney Houston á spítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Söngkonan Whitney Houston hefur verið lögð inn á spítala í París. Hún er með verki í nefi og hálsi, segir AFP fréttastofan.

Whitney var lögð inn eftir að hafa þurft að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í París í gærkvöld. Læknar skipuðu Whitney að láta leggja sig inn. Hún virðist hafa fengið einhverja sýkingu í öndunarfærin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.