Lífið

Með samviskubit gagnvart kjöti eftir hjartaaðgerð

Robin Williams fékk nýja ósæðarloku og fílar sig eins og nautgripur.
Robin Williams fékk nýja ósæðarloku og fílar sig eins og nautgripur.
Leikarinn Robin Williams getur ekki lengur borðað nautakjöt. Ástæðan er einföld, í fyrra greindist hann með bilaða ósæðarloku í hjartanu og þurfti að græða loku úr nauti í hann í staðinn.

Aðgerðin tókst vel en hann segist ekki lengur geta borðað hamborgara og steikur. "Ég get ekki borðað nautakjöt. Ég fæ samviskubit því mér líður eins og ég sé eitt þeirra!" segir grínarinn. Hann bætir við að þessi líðan hafi sína kosti því nú þurfi hann ekki lengur að leita að salerni og geti gert þarfir sínar hvar sem er.

Williams, sem er 58 ára gamall, hefur ekki komið fram síðan hann fór í aðgerðina. Hann segir hvíldina kærkomna og njóta lífsins betur nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.