Lífið

Jónsi gerir það gott í Kanada

Jónsi virðist hitta beint í mark með plötunni og tónleikasjóinu.
Jónsi virðist hitta beint í mark með plötunni og tónleikasjóinu.
Tónlistarmaðurinn og söngvari Sigur Rósar, Jón Þór Birgisson, er farinn af stað í tónleikaferðina þar sem hann fylgir eftir nýútkominni plötu sinni, Go. Í gærkvöldi spilaði hann fyrir fullum sal í Kanada og var ákaflega vel tekið. Go hefur einnig fengið afar jákvæða dóma í hinum ýmsu miðlum út um allan heim, ýmist fullt hús eða því sem næst.

Áður hafði hann haldið æfingatónleika í Englandi og segja gagnrýnendur og áhorfendur að sjónarpilið og spilamennskan séu í heimsklassa. Jónsa til halds og trausts eru þekktir sviðsmyndahönnuðir, 59 Productions. Næstu mánuðina fer Jónsi ásamt föruneyti um Bandaríkin og Evrópu. Ekki er enn vitað hvort hann spili á Íslandi en hann hefur lýst yfir áhuga á því.

Hægt er að hlusta á plötuna á heimasíðu Jónsa, horfa á myndbönd og fleira. Þá birti Washington Post fyrir helgi ítarlega umfjöllun um plötuna og sviðsmyndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.