Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. maí 2016 14:42 Björgólfur Thor skýtur föstum skotum að Árna Harðarssyni og Róbert Wessman á bloggi sínu. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið." Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið."
Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00