Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. maí 2016 14:42 Björgólfur Thor skýtur föstum skotum að Árna Harðarssyni og Róbert Wessman á bloggi sínu. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið." Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið."
Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00