Viðskipti innlent

Reynimelur ehf kaupir Kynnisferðir ehf

Reynimelur ehf hefur nú gengið frá kaupum á Kynnisferðum ehf frá FL Group. Tilkynning þess efnis barst nú í kvöld. Reynimelur ehf er því eigandi alls hlutafjárs Kynnisferða ehf.

Reynimelur ehf er eignarhaldsfélag í eigu fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar hf. og Hópbíla hf.

Með þessu hefur FL Group lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða eins og hann var, áður en fyrirtækið fékk nafnið FL Group.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×