Munnmök eru nýi góða nótt kossinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf.Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf.Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar