Brim greiðir aftur rúmlega 1,8 milljarða arð Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:18 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38