Viðskipti erlent

Heimila tak­markaða að­komu Huawei að upp­setningu 5G

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson er forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson er forsætisráðherra Bretlands. Getty

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum.

BBC segir að „vafasömum birgjum“ verði bannað að leggja til búnað við uppsetningu á „viðkvæmum hlutum“ kerfisins.

Bandaríkjastjórn hefur þrýst mjög á önnur ríki að hafna aðkomu Huawei að uppsetningu 5G þar sem þau segja Huawei stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Þessu hafa bæði Huawei og Kínastjórn hafnað, en áætla má að ákvörðun Breta muni ekki vekja mikla kátínu innan Bandaríkjastjórnar.

Huawei verður meinað að koma að uppsetningu útvarpsmastra og svæðum nærri herstöðvum og kjarnorkuverum. Þá hefur einnig verið sett það skilyrði að kínverska fyrirtækið muni að hámarki geta komið að uppsetningu 35 prósent kerfis sem ekki teljast „viðkvæm“.


Tengdar fréttir

Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína

Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×