Fjárfestum í leikskólum landsins – þar er arður framtíðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Special Olympics á Íslandi hóf árið 2015 innleiðingu YAP á Íslandi en það er alþjóðaverkefni sem hefur að markmiði að öll börn, fái nauðsynlega hreyfiþjálfun. Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi og vonast er til að innleiðing YAP eða Young Athlete Project hafi áhrif til framtíðar varðandi þátttöku barna í íþróttastarfi. Alþjóðasamtök Special Olympics voru sett á fót af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Öll verkefni taka mið af því að hægt sé að skapa aðstæður til að allir geti notið sín á eigin verðleikum. YAP var þróað í samstarfi við háskóla í Boston, myndrænt og einfalt aðgengi er að ókeypis fræðsluefni en taka þurfti mið af mismunandi aðstæðum í aðildarlöndum SOI. www.specialolympics.org Með einföldu prófi er skoðað hvort ástæða sé til að börnin fái aukatíma í hreyfiþjálfun en einnig getur markviss hreyfiþjálfun sem fléttast inn í dagleg verkefni haft jákvæð áhrif. Áhersla er lögð á að bregðast við sé ástæða til þannig að börnin fái tækifæri til að eflast og styrkjast. Auk þess sem aðildarfélög ÍF hafa verið hvött til að efla starf fyrir ung börn hefur verið lögð mikil áhersla á samstarf við leikskóla og að öll börn séu þar þátttakendur. YAP verkefnið hefur verið kynnt í leikskólum í nokkrum sveitarfélögum og kynningardagar hafa verið haldnir í Reykjanesbæ og á Akureyri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga og eldmóð sem er til staðar hjá leikskólastjórum og starfsfólki sem er mjög meðvitað um gildi snemmtækrar íhlutunar. Þrátt fyrir að margir leikskólar á Íslandi hafi starfað markvisst að hreyfiþjálfun barna, ekki síst heilsuleikskólar, hefur undantekningarlaust verið áhugi á að nýta YAP-fræðsluefnið. Mörg aðildarlönd SOI taka þátt í YAP og því gefst tækifæri til alþjóðasamstarfs. Fyrst og fremst er þó markmið að efla og styrkja hreyfifærni ungra barna og stuðla að færni til framtíðar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að heimsækja leikskóla landsins og hitta fólk sem brennur af áhuga og eldmóði þegar kemur að hagsmunum barna. Á sama tíma og stefna er sett um heilsueflandi sveitarfélög, skóla og stofnanir er mikilvægt að horfa til þess starfs sem er að skila markvissum arði til framtíðar. Að skapa umhverfi og aðstæður sem gera kleift að efla og auka hreyfifærni ungra barna hlýtur að vera forvarnarstarf sem skilar ómældum arði til framtíðar. Yfirumsjón með hreyfiþjálfun þyrfti að vera í höndum sérmenntaðs starfsmanns, það hlýtur að vera sérhæft faglegt verkefni að bera ábyrgð á markvissri hreyfiþjálfun barna í leikskólum landsins. Af einhverjum ástæðum virðist ekki gert ráð fyrir starfsheitinu „íþróttafræðingur“ í leikskólum. Nokkrir leikskólar hafa þó ráðið íþróttafræðing og aðrir reyna að leita ýmissa leiða til að bæta upp þennan þátt með aðstoð starfsfólks sem hefur reynslu af íþróttastarfi og þjálfun. Stefnt er að því að halda áfram kynningarstarfi YAP á Íslandi í öllum landshlutum og koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um að fylgja eftir þessu starfi. Íþróttafélög, sérsambönd, ungmennafélög og ÍSÍ auk ÍF þurfa að taka sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái tækifæri til að taka virkan þátt í markvissri hreyfiþjálfun. Eftir útskrift úr leikskóla verður ferlið óljóst og þar er verk að vinna. Það eru ekki síst þjálfarar sem gegna lykilhlutverki í því að börn njóti íþróttaæfinga. Börn með sérþarfir eða skerta hreyfifærni eiga eins og önnur börn að njóta sín í íþróttastarfi, sama hvar á landinu þau búa. Um leið og þakkir eru færðar til samstarfsaðila YAP á Íslandi þá óskar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, leikskólastjórum og starfsfólki til hamingju með frábært starf. Starf sem skilar ómældum arði og er fjárfesting til framtíðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun