Milligjöld lækka – loksins Andrés Magnússon skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar