Milligjöld lækka – loksins
Áralöng barátta
Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.
Gífurlegar upphæðir
Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er.
Skoðun

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar

Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Er einnig von á góðakstri Strætó í ár?
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Ferðumst saman í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Þúsundir barna bætast við umferðina
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Öndum rólega
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Réttur barna versus veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Framtíð villta laxins hangir á bláþræði
Elvar Örn Friðriksson skrifar

„Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins
Birgir Finnsson skrifar

Við lifum ekki á tíma fasisma
Hjörvar Sigurðsson skrifar

Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við
Halldór Þór Svavarsson skrifar

Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi?
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Þakkir til Sivjar
Arnar Sigurðsson skrifar

Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum
Ómar Torfason skrifar

Betri strætó strax í dag
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Viltu skilja bílinn eftir heima?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050?
Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar

Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum
Vigdís M. Jónsdóttir skrifar

Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli?
Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar