Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. nóvember 2015 23:23 Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést. Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést.
Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30
Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58