Mikil fjárfesting en engin undanþága Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Skipafélögin Eimskip og Royal Arctic Line undirrituðu viljayfirlýsingu árið 2016 um að tengja Grænland við alþjóðlegt siglingakerfi Eimskips með samningi um samnýtingu á plássi í siglingakerfum skipafélaganna. Í kjölfarið rituðu félögin undir samninga um smíði á þremur nýjum gámaskipum í skipasmíðastöð í Kína. VÍSIR/ANTON BRINK Skipafélagið Eimskip hefur undirritað samning um smíði á tveimur gámaskipum, að virði yfir sex milljarða króna, sem eiga að verða grundvöllur að fyrirhuguðu samstarfi félagsins við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line, án þess þó að Samkeppniseftirlitið hafi veitt samstarfinu undanþágu frá samkeppnislögum. Slík undanþága er forsenda þess að af samstarfinu verði. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir í samtali við Markaðinn að stefnt sé að því að skipin, sem eru nú í smíðum í skipasmíðastöð í Kína, komi í þjónustu Eimskips um mitt ár 2019 óháð því hver niðurstaða samkeppnisyfirvalda verði. Málið er til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Þau eru að vinna sína vinnu, við erum að vinna okkar vinnu og skipasmiðirnir að vinna sína vinnu. Við höldum bara okkar striki, enda ekkert annað hægt í stöðunni,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að eftirlitinu hafi borist síðasta vor undanþágubeiðni vegna fyrirhugaðs samstarfs Eimskips og Royal Arctic Line. „Samkeppniseftirlitið taldi þörf á frekari gögnum og upplýsingum frá fyrirtækjunum. Beðið er eftir því að öll umbeðin gögn verði afhent eftirlitinu. Þegar þau liggja fyrir mun Samkeppniseftirlitið verða í aðstöðu til að taka ákvörðun um frekari meðferð erindisins,“ segir hann. Eimskip undirritaði samning um smíði á umræddum skipum í janúar á síðasta ári. Skipin verða bæði 2.150 gámaeiningar og nemur samningsverð hvors þeirra um 32 milljónum dala sem jafngildir um 3,2 milljörðum króna. Félagið hefur tryggt sér 80 próenta fjármögnun af samningsverði skipanna við þýskan banka. Var fyrsta afborgun samningsins, að fjárhæð 11,7 milljónir evra, greidd í maímánuði í fyrra.Skipin eru mun stærri en þau sem þjónað hafa íslensku skipafélögunum til þessa. Þau kosta um 3,2 milljarða stykkið.Eimskip Auk þess hefur grænlenska skipafélagið, sem er að fullu í eigu grænlensku heimastjórnarinnar, undirritað samning um smíði á einu sambærilegu skipi við sömu skipasmíðastöð. Þessi skip eiga að verða grundvöllur að samstarfi skipafélaganna tveggja, líkt og fram kom í fréttatilkynningu frá Eimskip í janúar á síðasta ári, en samstarfið snýr að því að tengja Grænland við alþjóðlegt siglingakerfi Eimskips með samnýtingu á plássi í siglingakerfum félaganna. Var haft eftir Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips, þegar félögin undirrituðu viljayfirlýsingu sín á milli, að sameining á flutningsmagni skipafélaganna og notkun á færri og stærri skipum myndi leiða til aukinnar hagkvæmni. Þrátt fyrir að félögin hafi ráðist í fjárfestingar sem nema milljörðum króna til þess að gera samstarfið mögulegt hefur Samkeppniseftirlitið ekki enn lagt blessun sína yfir það. Forsvarsmenn Eimskips hafa óskað eftir því að eftirlitið veiti samstarfinu undanþágu á grundvelli 15. greinar samkeppnislaga en samkvæmt umræddu lagaákvæði getur eftirlitið veitt undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja sem annars væri ólögmætt Skilyrði slíkrar undanþágu eru meðal annars þau að samstarfið stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu, veiti neytendum hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og veiti auk þess viðkomandi fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppniFlutningsgetan eykst mikið Ólafur segist lítið geta tjáð sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Umrædd gámaskip komi hins vegar til landsins um mitt ár 2019, ef áætlanir ganga eftir, og fari þá í þjónustu félagsins, hvað sem öðru líði. Samkeppniseftirlitið hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að Eimskip sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áætlunarsiglingar til og frá landinu. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum rekur Eimskip nú flutningakerfi sem nemur um 50 prósentum af allri flutningsgetu á markaðinum til og frá Íslandi. Ef samstarf Eimskips og Royal Arctic Line verður að veruleika – þannig að félögin sameina flutningakerfi sín – gæti flutningsgeta fyrrnefnda félagsins aukist verulega. Þannig myndu sameiginleg kerfi skipafélaganna tveggja búa yfir flutningsgetu upp á 5.326 gámaeiningar á viku sem yrði þá um 75 prósent af heildarflutningsgetu markaðarins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Skipafélagið Eimskip hefur undirritað samning um smíði á tveimur gámaskipum, að virði yfir sex milljarða króna, sem eiga að verða grundvöllur að fyrirhuguðu samstarfi félagsins við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line, án þess þó að Samkeppniseftirlitið hafi veitt samstarfinu undanþágu frá samkeppnislögum. Slík undanþága er forsenda þess að af samstarfinu verði. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir í samtali við Markaðinn að stefnt sé að því að skipin, sem eru nú í smíðum í skipasmíðastöð í Kína, komi í þjónustu Eimskips um mitt ár 2019 óháð því hver niðurstaða samkeppnisyfirvalda verði. Málið er til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Þau eru að vinna sína vinnu, við erum að vinna okkar vinnu og skipasmiðirnir að vinna sína vinnu. Við höldum bara okkar striki, enda ekkert annað hægt í stöðunni,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að eftirlitinu hafi borist síðasta vor undanþágubeiðni vegna fyrirhugaðs samstarfs Eimskips og Royal Arctic Line. „Samkeppniseftirlitið taldi þörf á frekari gögnum og upplýsingum frá fyrirtækjunum. Beðið er eftir því að öll umbeðin gögn verði afhent eftirlitinu. Þegar þau liggja fyrir mun Samkeppniseftirlitið verða í aðstöðu til að taka ákvörðun um frekari meðferð erindisins,“ segir hann. Eimskip undirritaði samning um smíði á umræddum skipum í janúar á síðasta ári. Skipin verða bæði 2.150 gámaeiningar og nemur samningsverð hvors þeirra um 32 milljónum dala sem jafngildir um 3,2 milljörðum króna. Félagið hefur tryggt sér 80 próenta fjármögnun af samningsverði skipanna við þýskan banka. Var fyrsta afborgun samningsins, að fjárhæð 11,7 milljónir evra, greidd í maímánuði í fyrra.Skipin eru mun stærri en þau sem þjónað hafa íslensku skipafélögunum til þessa. Þau kosta um 3,2 milljarða stykkið.Eimskip Auk þess hefur grænlenska skipafélagið, sem er að fullu í eigu grænlensku heimastjórnarinnar, undirritað samning um smíði á einu sambærilegu skipi við sömu skipasmíðastöð. Þessi skip eiga að verða grundvöllur að samstarfi skipafélaganna tveggja, líkt og fram kom í fréttatilkynningu frá Eimskip í janúar á síðasta ári, en samstarfið snýr að því að tengja Grænland við alþjóðlegt siglingakerfi Eimskips með samnýtingu á plássi í siglingakerfum félaganna. Var haft eftir Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips, þegar félögin undirrituðu viljayfirlýsingu sín á milli, að sameining á flutningsmagni skipafélaganna og notkun á færri og stærri skipum myndi leiða til aukinnar hagkvæmni. Þrátt fyrir að félögin hafi ráðist í fjárfestingar sem nema milljörðum króna til þess að gera samstarfið mögulegt hefur Samkeppniseftirlitið ekki enn lagt blessun sína yfir það. Forsvarsmenn Eimskips hafa óskað eftir því að eftirlitið veiti samstarfinu undanþágu á grundvelli 15. greinar samkeppnislaga en samkvæmt umræddu lagaákvæði getur eftirlitið veitt undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja sem annars væri ólögmætt Skilyrði slíkrar undanþágu eru meðal annars þau að samstarfið stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu, veiti neytendum hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og veiti auk þess viðkomandi fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppniFlutningsgetan eykst mikið Ólafur segist lítið geta tjáð sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Umrædd gámaskip komi hins vegar til landsins um mitt ár 2019, ef áætlanir ganga eftir, og fari þá í þjónustu félagsins, hvað sem öðru líði. Samkeppniseftirlitið hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að Eimskip sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áætlunarsiglingar til og frá landinu. Samkvæmt gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum rekur Eimskip nú flutningakerfi sem nemur um 50 prósentum af allri flutningsgetu á markaðinum til og frá Íslandi. Ef samstarf Eimskips og Royal Arctic Line verður að veruleika – þannig að félögin sameina flutningakerfi sín – gæti flutningsgeta fyrrnefnda félagsins aukist verulega. Þannig myndu sameiginleg kerfi skipafélaganna tveggja búa yfir flutningsgetu upp á 5.326 gámaeiningar á viku sem yrði þá um 75 prósent af heildarflutningsgetu markaðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Eimskip lætur smíða tvö stór gámaflutningaskip fyrir 7,4 milljarða Eimskip hefur samið við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur 2.150 gámaeininga flutningaskipum. Hvort skip kostar jafnvirði 3,7 milljarða króna. Þau á að afhenda árið 2019. 28. janúar 2017 07:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45