Viðskipti innlent

Hefur verið til­kynnt um sau­tján hóp­upp­sagnir í mars

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Vinnumálastofnunar.
Húsnæði Vinnumálastofnunar. Vísir/Hanna

Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum í marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag. Er haft eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, að búist sé við að fleiri uppsagnir bætist við í dag. 

Unnur segir að tölur sem þessar hafi ekki sést síðan í bankahruninu, ef frá er talinn mánuðurinn fyrir um ári þegar flugfélagið WOW air féll. Eru uppsagnirnar nú mikið til innan ferðaþjónustunnar og verslunar og þjónustu.

Um fjögur þúsund fyrirtæki höfðu í gærkvöldi nýtt sér úrræði stjórnvalda um minnkað starfshlutfall, fyrir alls 20 þúsund starfsmenn. Auk þeirra hafði á áttunda þúsund manns sótt um atvinnuleysisbætur að því er fram kemur í grein Morgunblaðsins. Þannig eru bætur að hluta til eða öllu leyti til um 28 þúsund manns.


Tengdar fréttir

Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia

101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis.

Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia

101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×