Körfubolti

Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Júlíusson hefur lengi verið í kringum körfuboltann hjá Stjörnunni.
Hilmar Júlíusson hefur lengi verið í kringum körfuboltann hjá Stjörnunni. mynd/skjáskot

Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur.

Körfuboltinn á Íslandi var blásinn af fyrr í mánuðinum en Stjarnan var í efsta sæti deildarinnar þegar keppni var hætt. Þeim var úthlutað deildarmeistaratitlinum en ekkert lið verður Íslandsmeistari í ár.

Hilmar var til viðtals í Sportinu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvort að einhver lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér varðandi útlendinga en ljóst er að ákvörðun KKÍ um að blása tímabilið af, muni hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna.

„Mér heyrist að menn hafi verið að spenna bogann of hátt. Við sáum það í vetur að lið eru með þrjá til fimm erlenda leikmenn. Haukarnir eru þeir einu sem voru með tvo og þeir voru ásakaðir um metnaðarleysi hjá Kjartani Atla og félögum,“ sagði Hilmar.

„Ég get karla ímyndað mér að menn hafi haft efni á þessu. Þá eru menn með einhverja „sourcea“ sem við áttum okkur ekki á. Það er hægt að fara í gegnum eitt tímabil svona ef allt gengur upp og þú kemur standandi út úr því. Það hefði bara eitt lið orðið Íslandsmeistari í ár og einhver hefðu farið fram úr sér en auðvitað veit ég ekki hvernig þetta er hjá öðrum liðum.“

Klippa: Sportið í dag: Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×