Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar færir sig til ASÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:53 Halla Gunnarsdóttir starfaði á sínum tíma sem blaðamaður en hefur verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira