Viðskipti innlent

Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Seðlabankans við Kalkofnsveg.
Höfuðstöðvar Seðlabankans við Kalkofnsveg. Vísir/vilhelm

Seðlabanki Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Fundurinn hefst klukkan 10 og má nálgast beina vefútsendingu af fundinum hér að neðan.

Fram kom í fundarboði að til umræðu verði ákvörðun peningastefnunefndar að hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði, sem greint var frá á mánudag. Þar að auki verður kynning á stöðu og horfum efnahagsmála. 

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.

Þetta er þriðji kynningarfundurinn sem Seðlabankinn blæs til á jafn mörgum vikum. Fyrri fundirnir tveir hverfðust um stýrivaxtalækkanir, lækkun bindiskyldu og afnám sveiflujöfnunarauka. 

Útsendingu Seðlabankans af fundi dagsins má sjá hér að neðan, en hún hefst klukkan 10 sem fyrr segir.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum

Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,78
11
247.735
SJOVA
2,15
12
50.613
VIS
1,51
8
44.437
LEQ
1,02
2
1.415
REGINN
0,8
1
505

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,35
11
44.473
BRIM
0
1
81
ARION
0
18
763.688
ICESEA
0
2
2.918
REITIR
0
1
33.750
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.