Viðskipti innlent

Hefur bein kaup á skulda­bréfum ríkis­sjóðs á eftir­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn ræðst í aðgerðirnar til að geta gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.
Seðlabankinn ræðst í aðgerðirnar til að geta gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. vísir/vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði.

Þetta er gert til að bankinn geti gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.

Í yfirlýsingu frá nefndinni sem barst í morgun segir að horfur séu á því að útbreiðsla veirunnar, aðgerðir til að hefta sjúkdóminn og efnahagslegar afleiðingar hans, muni kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs.

Því sé útlit fyrir að afkoma ríkissjóðs versni í ár og að ríkið þurfi að afla sér töluverðs lánsfjár með útgáfu ríkisbréfa.

Að sögn peningastefnunefndar mun þetta, að öðru óbreyttu, draga lausafé úr umferð og þrýsta upp ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa á sama tíma og aðgerðir Seðlabankans miði að því að létta á fjármálalegum skilyrðum heimila og fyrirtækja. Fyrrnefndar aðgerðir, bein kaup á skuldabréfum, eiga að draga úr þessum áhrifum.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum

Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
3,68
39
799.319
REGINN
1,84
16
505.526
BRIM
1,75
3
26.943
ORIGO
1,38
7
18.709
ICESEA
1,24
28
377.891

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,1
64
132.896
ARION
-1,6
48
1.182.045
HAGA
-0,68
13
813.564
MAREL
-0,56
28
217.501
LEQ
-0,28
1
304
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.