Sögðust ætla að lemja LeBron ef hann stigi fæti á fótboltavöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 13:00 LeBron er illviðráðanlegur á körfuboltavellinum, hann var það einnig á fótboltavellinum forðum daga. Chris Elise/NBAE/Getty Images LeBron James, einn þekktasti íþróttamaður aldarinnar, er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall er hann við hestaheilsu og er enn að slá met. Það á sínu 17 ári í deildinni. Á sínum tíma var James þó einnig mjög frambærilegur í því sem Bandaríkjamenn kalla fótbolta. Hvort LeBron hafi verið nægilega öflugur til að geta farið alla leið í NFL-deildina verður ósagt látið en hann var samt sem áður talinn efnilegasti leikmaður Ohio-fylkis á sínum tíma. Hann rifjar þetta upp á Instagram í dag en hann greip knöttinn, ef knött skyldi kalla, 60 sinnum ásamt því að hlaupa 1200 yarda (1097 metra) og skora 16 snertimörk. Ekki amagaleg tölfræði það. Var honum meðal annars líkt við Randy Moss, hávaxnari og hægari útgáfu. Lebron segir jafnframtað hann hefði viljað spila á síðasta ári sínu í gagnfræðiskóla en vinir hans í körfuboltaliðinu hafi einfaldlega ekki leyft honum það. Þeir hafi í gríni hótað að lemja hann ef hann gerðist svo djarfur að stinga niður fæti á fótboltavelli skólans. The real reason Bron skipped football in his senior year pic.twitter.com/nG9XK1Xpk2— Bleacher Report (@BleacherReport) March 22, 2020 Vinir hans þurftu sem betur fer aldrei að standa við stóru orðin og fór það svo að LeBron ákvað að leggja körfubolta alfarið fyrir sig. Sú ákvörðun hefur heldur betur reynst honum vel en hann var aðeins 18 ára gamall þegar hann skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar. Síðan þá hefur hann átt 17 ára farsælan feril í deildinni sem og með bandaríska landsliðinu. James hefur leikið með Cleveland Cavaliers, Miami Heat og Los Angeles Lakers á ferli sínum. Hann varð meistari með Miami tvívegis sem og hann skilaði fyrsta titli Cleveland-borgar í 52 ár þegar Cavs áttu eina ótrúlegustu endurkomu íþróttasögunnar árið 2016. Liðið var þá 3-1 undir í leikjum gegn Golden State Warriors en unnu næstu þrjá leiki og þar með úrslitaeinvígið 4-3. Þá hefur rifið Lakers aftur upp í hæstu hæðir en félagið er sem stendur besta lið Vesturstrandarinnar. NBA-deildin er þó, líkt og flest allar deildir víðsvegar um heim, á pásu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og óvíst hvenær hún getur hafist á ný. View this post on Instagram My homie @mister1223 just sent this to me from his son. His son said I didn t know Bron was #1 prospect in Ohio?? He said Yeah Bron was nice in football too. His son response THATS CRAZY! . 60 reception, 1200 yards and 16 touchdowns my Junior year at WR. .Men Lie, Women Lie, Numbers Don t. Didn t even play my senior year(I wanted to so BADLY) because my boys @siancotton_ @druondemand @chillwill03 @rometrav @brandonweems10 @frankiewalkersr wouldn t let me. They said if I tried to step on a football field my senior year they would jump(kick my a**) me every day of practice until I had enough! Think I made a smart decision! Ha! Anyways you LB/CB/S can thank my homies I stayed over in the hoops lane or would have been plenty of highlights Moss d on y all. #ThekidfromAKRON #JamesGang A post shared by LeBron James (@kingjames) on Mar 21, 2020 at 7:03pm PDT Körfubolti NBA Tengdar fréttir LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45 Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Eigendur NBA-liðanna geta sloppið við að borga leikmönnum sínum hluta af launum þeirra af því að það er hamfara ákvæði í samningunum. 16. mars 2020 13:00 Leikmenn tjá sig um ástandið Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl. 14. mars 2020 11:00 NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Engir leikir fara fram á næstunni í NBA deildinni í körfubolta eftir að ákveðið var að gera ótímabundið hlé á deildinni á meðan menn reyna að ná stjórn á útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 06:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
LeBron James, einn þekktasti íþróttamaður aldarinnar, er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall er hann við hestaheilsu og er enn að slá met. Það á sínu 17 ári í deildinni. Á sínum tíma var James þó einnig mjög frambærilegur í því sem Bandaríkjamenn kalla fótbolta. Hvort LeBron hafi verið nægilega öflugur til að geta farið alla leið í NFL-deildina verður ósagt látið en hann var samt sem áður talinn efnilegasti leikmaður Ohio-fylkis á sínum tíma. Hann rifjar þetta upp á Instagram í dag en hann greip knöttinn, ef knött skyldi kalla, 60 sinnum ásamt því að hlaupa 1200 yarda (1097 metra) og skora 16 snertimörk. Ekki amagaleg tölfræði það. Var honum meðal annars líkt við Randy Moss, hávaxnari og hægari útgáfu. Lebron segir jafnframtað hann hefði viljað spila á síðasta ári sínu í gagnfræðiskóla en vinir hans í körfuboltaliðinu hafi einfaldlega ekki leyft honum það. Þeir hafi í gríni hótað að lemja hann ef hann gerðist svo djarfur að stinga niður fæti á fótboltavelli skólans. The real reason Bron skipped football in his senior year pic.twitter.com/nG9XK1Xpk2— Bleacher Report (@BleacherReport) March 22, 2020 Vinir hans þurftu sem betur fer aldrei að standa við stóru orðin og fór það svo að LeBron ákvað að leggja körfubolta alfarið fyrir sig. Sú ákvörðun hefur heldur betur reynst honum vel en hann var aðeins 18 ára gamall þegar hann skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar. Síðan þá hefur hann átt 17 ára farsælan feril í deildinni sem og með bandaríska landsliðinu. James hefur leikið með Cleveland Cavaliers, Miami Heat og Los Angeles Lakers á ferli sínum. Hann varð meistari með Miami tvívegis sem og hann skilaði fyrsta titli Cleveland-borgar í 52 ár þegar Cavs áttu eina ótrúlegustu endurkomu íþróttasögunnar árið 2016. Liðið var þá 3-1 undir í leikjum gegn Golden State Warriors en unnu næstu þrjá leiki og þar með úrslitaeinvígið 4-3. Þá hefur rifið Lakers aftur upp í hæstu hæðir en félagið er sem stendur besta lið Vesturstrandarinnar. NBA-deildin er þó, líkt og flest allar deildir víðsvegar um heim, á pásu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og óvíst hvenær hún getur hafist á ný. View this post on Instagram My homie @mister1223 just sent this to me from his son. His son said I didn t know Bron was #1 prospect in Ohio?? He said Yeah Bron was nice in football too. His son response THATS CRAZY! . 60 reception, 1200 yards and 16 touchdowns my Junior year at WR. .Men Lie, Women Lie, Numbers Don t. Didn t even play my senior year(I wanted to so BADLY) because my boys @siancotton_ @druondemand @chillwill03 @rometrav @brandonweems10 @frankiewalkersr wouldn t let me. They said if I tried to step on a football field my senior year they would jump(kick my a**) me every day of practice until I had enough! Think I made a smart decision! Ha! Anyways you LB/CB/S can thank my homies I stayed over in the hoops lane or would have been plenty of highlights Moss d on y all. #ThekidfromAKRON #JamesGang A post shared by LeBron James (@kingjames) on Mar 21, 2020 at 7:03pm PDT
Körfubolti NBA Tengdar fréttir LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45 Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Eigendur NBA-liðanna geta sloppið við að borga leikmönnum sínum hluta af launum þeirra af því að það er hamfara ákvæði í samningunum. 16. mars 2020 13:00 Leikmenn tjá sig um ástandið Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl. 14. mars 2020 11:00 NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Engir leikir fara fram á næstunni í NBA deildinni í körfubolta eftir að ákveðið var að gera ótímabundið hlé á deildinni á meðan menn reyna að ná stjórn á útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 06:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22
LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Eigendur NBA-liðanna geta sloppið við að borga leikmönnum sínum hluta af launum þeirra af því að það er hamfara ákvæði í samningunum. 16. mars 2020 13:00
Leikmenn tjá sig um ástandið Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl. 14. mars 2020 11:00
NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Engir leikir fara fram á næstunni í NBA deildinni í körfubolta eftir að ákveðið var að gera ótímabundið hlé á deildinni á meðan menn reyna að ná stjórn á útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 06:00