Að komast í bað Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 09:00 Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkföll 2020 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar