Stefnumótaforrit tengir notendur út frá kórónuveirunni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 15:31 Davíð Örn og Ásgeir Vísir settu The One á laggirnar. Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android. Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android.
Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21