Falsvon Leifur Finnbogason skrifar 25. desember 2020 18:01 Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar