Handbolti

Þrjár af sjö í úr­­vals­liði EM úr liði Þóris | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nora Mørk fagnar því að vera Evrópumeistari, markahæst og í liði ársins.
Nora Mørk fagnar því að vera Evrópumeistari, markahæst og í liði ársins. Andre Weening/Getty Images

Þrír leikmenn Evrópumeistara Noregs voru valdar í lið mótsins. Það þýðir að þrjár af þeim sjö sem skipa lið mótsins koma úr liði Þóris Hergeirssonar.

Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs á Evrópumóti kvenna í handbolta enn eina ferðina. Liðið vann Frakklands 22-20 í úrslitum sem þýðir að Noregur hefur nú unnið þrjú af síðustu fjórum Evrópumótum.

Það kemur því ef til vill ekki á óvart að lið ársins sé meira og minna skipað leikmönnum liðsins.

Markahæsti leikmaður mótsins er að sjálfsögðu í liðinu en það var Nora Mørk. Hún gerði 52 mörk. Þá voru Stine Bride Oftedal og Camilla Herrem einnig í liði ársins. Mikilvægasti leikmaður mótsins var svo Estelle Nze Minko frá Frakklandi.

Lið mótsins

Sandra Toft, Danmörk (Markvörður)

Camilla Herrem, Noregi (Vinstra horn)

Jovanka Radicevic, Svartfjallaland (Hægra horn)

Vladena Bobrovnikova, Rússland (Vinstri skytta)

Nora Mørk, Noregur (Hægri skytta)

Stine Bredal Oftedal, Noregur (Leikstjórnandi)

Ana Debelic, Króatía (Línumaður)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×