Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 13:21 Kolaverð hefur hækkað mikið í Kína að undanförnu. AP/Wang Kai/Xinhua Búið er að loka verksmiðjum víða í Kína og yfirvöld borga hafa gert íbúum að spara rafmagnsnotkun vegna orkuskorts í landinu. Samhliða skortinum og takmörkunum fer hitastig lækkandi. Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu. Ástralía Kína Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu.
Ástralía Kína Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur