Viðskipti innlent

Hrefna hættir eftir tólf ára starf

Atli Ísleifsson skrifar
Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna Sigurjónsdóttir

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtökum foreldra eftir tólf ára starf.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir einnig að Hrefna hafi ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Auglýst verði eftir nýjum framkvæmdastjóra á næstu dögum.

„Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja skrifstofu og þjónustumiðstöð landssamtakanna af Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík yfir á Laugaveg 176, 4. hæð, 105 Reykjavík. Einhver röskun mun því verða á starfi samtakanna þessa dagana og í ljósi þess biðjum við fólk að sýna biðlund,“ segir í tilkynningunni.

Þar er einnig haft eftir Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur, formanni Heimilis og skóla, að óhætt sé að segja að samtökin standi á ákveðnum tímamótum.

„Það verður óneitanlega mikill missir af Hrefnu sem gegnt hefur störfum fyrir landssamtökin við mjög góðan orðstír en hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í tæp tíu ár. Í öllum breytingum felast tækifæri svo við höldum ótrauð áfram okkar mikilvæga og góða starfi og lögum okkur að nýjum aðstæðum,“ segir Sigrún Edda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×